tíminn er afstæður sagði einhver snillingurinn einu sinni.
ég var að spá í þessu áðan. tíminn er svo skrýtið fyrirbæri. tökum td vinnustaðinn. ég er að vinna með fólki sem hefur unnið í þrjá mánuði, tvö ár og svo einum sem hefur verið í sömu stöðunni í fjögur ár, öðrum sem hefur unnið sig upp á "topp" en það tók hann, held ég, tólf ár. allt þetta fólk mætir í vinnuna á hverjum virkum degi milli kl.8.30 og 9. dagurinn líður, verkefni, gömul og ný, klukkan dettur í fimm og dagurinn er búinn. alla virka daga. fimm af sjö. mér finnst þetta eittthvað svo skrýtið. sami staðurinn, alltaf. oftast sama fólkið en auðvitað fara sumir og aðrir koma.. æji, bla. mér finnst bara svo undarlegt að vera á sama vinnustaðnum í mörg mörg ár og þegar talað er um verkefni þá er oft talað fram í tímann "þetta ætti að verða til eftir svona átta mánuði, við bíðum bara eftir því... alveg að detta inn". Þetta er sagt eins og allir verði bara þarna eftir 8 mán, nema hvað, hvert ætti fólk að fara? skrýtið. öryggi. geymslustaður fólks á besta aldri.
fjórir mánuðir er langur? stuttur? tími. ætli það fari ekki allt eftir því um hvað ræðir.
í dag talar fólk um stuttan tíma, mínir seinustu fjórir mánuðir eru stuttur tími. rauðhausinn fluttur inn og endalaust tal um framtíðina er daglegur hlutur. fjórir mánuðir sem bera tilfinningu tveggja ára.
ég hef átt aðra fjóra mánuði þar sem ég hef beðið. hvort sem það var eitt sms eða símtal eða bara einhverskonar játning. í því samhengi fannst mér fjórir mán lengi að líða og vera langur tími. HEILIR FJÓRIR MÁNUÐIR. fokker.
svo er talað um eftir x langan tíma er eðlilegt að fara skoða börn, hús, tannbursta, framtíð.
"þið eruð búin að vera saman í x mánuði svo að afmælisgjöfin á að vera x dýr" eins og þetta sé einhver stærðfræðijafna sem þarf bara að fylla inn í. algebra sambandsins.
æji.
allt svo afstætt einhvern veginn að reyna setja einhvern tímaramma um hluti og meta þá í orðunum of fljótt eða of lengi. allt saman matsmál hverju sinni.
það er mitt álit.
ég er reyndar talin fljótfær. ég vil að allt gerist NÚNA. ég get ekki unað við svör eins og bíðum nokkra mánuði eða best "þetta grær áður en þú giftir þig" uppáhaldssvar ömmu minnar við öllum sárum og marblettum.
það er kannski fínt að ég sem manneskja sem veltir sér mikið uppúr tíma sé með smá akkeri og smá stopp á tannhjólið.
tuttuguogfimmára, er það mikið? var það lengi að líða? verða næstu ár fljót að líða?
það ber ekki svo að skilja að ég sé í tilvistarkreppu, síður en svo, mér finnst tími bara svo merkilegur. kannski því hann virðist oft hlaupa frá mér og það er bara strax aftur komin helgi en svo getur hann ekki liðið nógu hratt þannig það sé komið sumar. kannski ætti pistlinn frekar að vera um skynjun en ekki tímann sjálfan?
að allt öðru.
fórum á fyrirlestur á Vetrarhátíð í gær sem var undir yfirskriftinni, Heilsufarslegir ávinningar kynlífs. right up my alley. ótrúlega var þetta áhugavert allt saman. sérstaklega, og takið eftir,
" heilsufarslegir ávinningar kynlífs koma fram þegar karlmenn hafa tíð og regluleg sáðlát, hvort sem er einir eða í samförum"
"heilsufarslegir ávinningar kynlífs fyrir konur koma fram þegar þær NJÓTA samfaranna, algerlega ÓHÁÐ fullnægjingar"
TOLD U SO!
Þetta er það sem við konur erum alltaf að reyna segja "hættu í fýlu úti í horni, þetta var ofsalega gott og þú stóðst þig vel".
nú er þetta komið í fræðin og rannsóknir, wúhú.
vika þrjú í einkaþjálfun var að klárast, við erum opinberlega hálfanaðar í prógramminu. merkilegt alveg. vonandi sést munur bráðlega. reyndar kleip jóna í brjóstið á mér og hristi og sagði það vera orðið stinnara, ætli sambúð þremenningana sé of náin?
þetta verður spennandi, ef ég verð ofsa ánægð með árangurinn skal ég pósta nektarmyndum, áskoranir óskast. ha ha ha.
ég er gersamlega búin að snúa rauðhausnum í mitt svefnmynstur. nú dugar ekkert minna en átta klst á nóttu og um helgar er tekin síðdegislúr. ætli ég muni ekki sofa í gegnum helming ævinnar. en núna er ég þó með félagsskap. jey.
í kvöld er planið að fara á Brons (gamla kaffibrennslan) að borða. ég er svo ótrúlega rómantísk að ég er að bjóða rauhausnum út á lífið og ætla stelpurnar að koma og hitta okkur og munum við kannski taka smá snúning ef þannig liggur á okkur. mikið gaman þar.
á morgun er planið að ná í Marel brósa og fara með hann á McDonalds og Gosa, hann verður nefnilega níu ára á mánudaginn svo hann fær dag í borginni með sissu sinni.
jú og ferðafundurinn er á morgun. við höldum vikulegan ferðafund á þessu heimili. til umræðu á næsta fundi er Berlín, sú merka borg.
best að knúsa sofandi strák
siggadögg
-sem diggar ræktina-